Skátar eða lögreglumenn

Það er fyrir löngu tími til komin að ísl þjóðin fari að taka starfi löggæslumanna alvarlega. Þetta er ekki öfundsvert starf og oft á tímum lífshættulegt. Af hverju eru lögreglumenn hér á landi ekki vopnaðir eins annarstaðar ? Ef þeir bæru vopn á sér þá held ég að síður kæmi fyrir að þeim sé lúskrað. Ekki erum við saklausari en aðrar þjóðir oh nei hér úir og grúir allskonar fólki sem ber enga virðingu fyrir lögum né reglum og gefur hreinlega skít í kerfið. Förum að líta á lögreglumenn með virðingu og þakklæti og hættum að horfa á þá sem skáta í suvivorleik.


mbl.is Fólskuleg árás á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

ef lögreglumenn væru vopnaðir þá væru glæpamennirnir betur vopnaðir, það er staðreynd sem er margsönnuð.

í London hafa lögreglumenn verið óvopnaðir í áratugi, eitthvað byrjaðir að bera vopn núna, en skotbardagar í London hafa nánast verið óþekktir.

í NewYork eru lögreglumenn vopnaðir, þar eru skotbardagar mjög algengir.

málið er að lögreglan þarf að fylgja reglum, ef þeir fá skambyssur þá fá glæpamennirnir sér vélbyssur osfv.

málið er frekar að kenna lögreglumönnunum almenna kurteisi og virðingu fyrir samborgurunum, það er framkoma lögreglumannanna sem veldur óeirðunum í flestum tilvikum, þeir halda að þeir hafi alræðisvald og öllum beri að hlýða þeim, en það er rangt, við erum frjáls þjóð og okkur ber engin skylda að hlýða lögreglunni fyrr en búið er að handtaka okkur, sérstaklega ef við erum á eigin heimili þar sem friðhelgi okkar er vernduð í stjórnarskránni og lögreglan hefur ekki heimild til að stíga fæti inn nema með dómsúrskurði.

hinsvegar vaða lögreglumenn inn á heimili fólks með kjaft og stæla og halda að íbúar taki þessum yfirgangi þegjandi, að sjálfsögðu endar það á að lögreglumennirnir verða lamdir.

ef þeir myndu vera kurteisir og almennilegir og biðla til skynsemi íbúa þá myndu þeir í flestum tilvikum ná viðunandi árangri án þess að það verði nokkuð vesen úr.

Daníel Sigurðsson, 19.10.2008 kl. 18:23

2 identicon

Mikið er gott að geta verið svona barnalega einfaldur eins og Daníel. Hvar hefur þessi staðreynd sem þú nefnir verið margsönnuð? Geturðu bent mér á eina fræðigrein sem sönnun? Nei. Allir fræðimenn og fagmenn í löggæslumálum sem ég hef lesið um og eftir eru ekki á þeirri skoðun að vopnaburður glæpamanna stjórnist af þeim tækjum sem lögreglan hefur yfir að ráða.

Og varðandi þessa árás í Hraunbænum, hvað hefur kurteisi lögreglumanna að gera með þessa árás? Daníel þú bendir á muninn á Bretlandi og Bandaríkunum þegar kemur að skotbardögum. Þú gleymir að telja upp öll lönd fyrir utan Bretland. Í öllum evrópulöndum utan Bretlands og Íslands eru lögreglumenn með skotvopn. Þannig að þessi samanburður þinn á New York og Londin fellur um sjálfan sig. Rafbyssur á lögregluna strax segi ég. Og Daníel ekki tala eins og að árásir á lögreglumenn séu réttlætanlegar.

Óttar (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

En ein árásin í dag. Maður beint nánast vísifingur af lögreglumanni í dag. Sem betur fer var hann í leðurhönskum og talið er að það hafi bjargað því að fingurinn fór ekki af. Hann var mjög illa farin brotin og með skurð. Hvað er málið???

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 19.10.2008 kl. 20:54

4 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Málið er að það hefur þróast óvirðing í garð yfirvalda, og ég þekki lögreglumann sem sagði mér að þeir væru í stöðugum vandræðum, með hópa af fólki (yfirleitt unglingum) sem gera í því að espa uppog gera árás á lögregluna til að geta tekið upp á símann sinn eitthvað krassandi sem hægt er að setja á netið.

En auðvitað er lögreglan ekki alltaf saklaus, en yfir höfuð eru flestir lögreglumenn að reyna að vinna vinnuna sína eins vel og hægt er, þeir fá morðhótanir og allskonar stimpinga sem almenningur veit ekkert um, það er ekki auðvelt að vera í þessu starfi, og að fá sjaldan vinnufrið, er mjög erfitt til lengdar.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 19.10.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband