Hvað með leiðréttinguna

Var ekki verið að leiðrétta síðustu 10 krónu hækkunina? Sumar bensínstöðvar voru meira að segja að endurgreiða fólki fyrir mistökin. Það sem hægt er að draga okkur á asnaeyrunum endalaust. Verða Íslendingar ekki að standa saman og gera þjóðarátak í því að hætta að keyra. Nota strætó og hjóla. Ef allir standa saman þá verða olíufélögin að lækka bensínið. Við erum allt of mikið að röfla og bíða eftir að aðrir geri eitthvað. Stöndum saman og förum í akstursverkfall. Þýðir ekki að lemja í potta fyrir framan alþingishúsið byrjum heima hjá okkur og neitum að keyra.

dre0786l


mbl.is Enn hækkar eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hugmynd.  Ég sting upp á því að þú bloggir aðeins um það hvernig fjölskyldu þinni gengur að vera í akstursverkfalli.  Ég ætla allavega að hjóla í vinnuna á morgun.

Geir Gudmundsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 11:20

2 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

það væri auðvelt fyrir mig og mína. Labba í vinnuna, nota strætó og hjóla. T:D myndi ég  ekki ferðast um landið í sumar ef farið væri í svona aðgerð ( ætlaði reyndar ekki að gera mikið af því vegna bensínkostnaðar) Fólk gæti tekið sig saman í alvöru í nokkrar vikur eins og það stóð saman og ríkisstjórnin féll.  Bara ákveða daginn og stundina og láta göturnar verða tómar í nokkra daga.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 17.6.2009 kl. 11:33

3 identicon

Þú fyrst!  Sýndu gott fordæmi.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 11:39

4 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

ég er byrjuð, látið berast

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 17.6.2009 kl. 11:41

5 identicon

Hanna, mér líst ekkert á þetta - ætlaru þá ekkert að koma á Stöddann í sumar? Ég mótmæli þessum mótmælum hjá þér.

(að vísu stæði ég klárlega með þér ef ég byggi fyrir sunnan - sem er draumur í dós, laaaaaaangar að flytja suður)

Elín (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 17:46

6 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Ég kem hjólandi austur ... ég fer ekki að klikka á þessu. Já flytið til RVK, líst vel á það. Styð þig 100% í því.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 18.6.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband