Til hamingju

Mikið var!  Það hefði átt að gera upp þessi mál fyrir löngu síðan. Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón. Sama og með læknamistök, allt þaggað niður og látið gleymast til að hlífa einhverjum mönnum sem halda að þeir séu Guð. Ég segi bara til hamingju með þetta kæra Sigrún Pálína og vona að þú eigir eftir að vinna þig út úr þessu að öllu leyti.


mbl.is Nær sáttum við Þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ömurlegt hvernig biskupsfíflið kom fram við þessar konur og hvernig tekið var á málinu. Maður skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Skammist ykkar þið sem töluðuð illa um þessa hugrökku konu.

Karpi (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 18:46

2 identicon

„Ég bið þær konur og börn, sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið," sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í setningarræðu sinni við upphaf Prestastefnu Íslands. Sagði biskup ennfremur að Kirkjuþing hefði sett starfsreglur um meðferð kynferðisbrotamála í kirkjunni.

Takið eftir þessu, þeir eru með sér reglur innan kirkjunnar í kynferðibrotamálum og þeir skammast sín ekki einu sinni fyrir að segja frá því, ósvífnin er svo mikil, og þrátt fyrir að í lögum sé það algjörlega skýrt að svona mál eiga fara beinustu leið inn á borð næstu barnaverndarnefndar eða til lögreglu en ekki að tefjast inn í einhverju fagráði innan kirkjunnar, mig reyndar undrar að félagsráðgjafar landsins upp til hópa skuli ekki krefjast þess að þetta fagráð verði lagt niður. Eina ástæðan fyrir þessu fagráði er að sópa kynferðisbrotamálum kikjunnar undir teppið. Eru þetta  kristilegu gildin svo kölluðu. Lesið eftirfarandi.

Tveir biskupar í málinu
Einn þeirra sem tengdust inn í mál kvennanna gegn séra Ólafi biskupi á sínum tíma var séra Karl Sigurbjörnsson, þá prestur og nú biskup. Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996 beittu tveir prestar, þeir Hjálmar Jónsson, sem þá var þingmaður en er nú dómkirkjuprestur, og Karl, núverandi biskup, áhrifum sínum til að fá konurnar sem ásökuðu Ólaf biskup um kynferðislega áreitni til að falla frá málum sínum. Í fréttinni segir meðal annars að prestarnir tveir hafi átt tíða fundi með konunum og að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna dregið mál sitt til baka. „Munu prestarnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í málarekstri gegn biskupi," segir í fréttinni.
Séra Karl vildi ekkert tjá sig um þetta á þeim tíma en ónafngreindur prestur sem DV ræddi við á þeim tíma sagði að miklu „handafli" hefði verið beitt af hálfu biskupsmanna til að þagga það niður. (Þetta eru mennirnir sem ættu persónulega að biðjast afsökunar á dómgreindarskorti sínum).

En að lokum þá skil ég ekki hvernig konur yfir höfuð geta verið í þessum trúarsöfnuði. Trúin verðleggur konur á við meðal stór húsdýr samkvæmt kristni. Ef konu er nauðgað og hún öskrar ekki nógu hátt svo í henni heyrist, þá á samkvæmt lögmálum guðs að grýta konuna til dauða. Svo vilja konur vera í þessu félagi og sumar þeirra eru meira að segja prestar. Magnaður fjandi!

Valsól (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 21:40

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Hanna mín

Gott að kirkjunnar menn vilja loksins koma fram og vera heiðarlegir.

Ömurlegt hvernig er búið að koma fram við konurnar sem hafa orðið fyrir misnotkun af hálfu presta í kirkjum landsins.

Ömurlegt að þeir sem ættu að vera til fyrirmyndar eins og biskupinn hafa ekki fyrr en nú vilja viðurkenna synd starfsmanna sinna.

Batnandi mönnum er best að lifa og nú loksins sýndi biskupinn rétta hegðun.

Ég hata misnotkun, ég er fórnalamb grófrar kynferðislegrar áreiti til margra ára og afleiðingarnar eru líkamleg og andleg veikindi.

Guð veri með þér Hanna mín

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.6.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband