Til hamingju Svava og Helga !!

17. apríl 2008
| leikskólar07-08

Samningur um ungbarnaleikskóla
Undirritaður hefur verið þjónustusamningur á milli Hafnarfjarðarbæjar og Bjarga leikskóla ehf um leikskólastarf og rekstur ungbarnaleikskóla í Hafnarfirði sem mun heita Leikskólinn Bjarmi. Í þjónustusamningnum felst að bærinn leggur til húsnæði og rekstrarfé til að börn í Hafnarfirði geti dvalið á leikskólanum með sama tilkostnaði og í leikskólum reknum á vegum bæjarins en Bjargir leikskólar ehf annast framkvæmdina. Leikskólinn mun taka til starfa í byrjun næsta skólaárs. Eigendur Bjarga leikskóla ehf eru leikskólakennararnir Helga Björg Axelsdóttir og Svava Björk Mörk en þær starfa nú í leikskólanum Stekkjarási.

Leikskólinn Bjarmi er 24 barna leikskóli sem mun sérhæfa sig í starfi með börnum á aldrinum 9 – 18 mánaða. Skólinn mun starfa eftir starfsaðferðum Reggio Emilia þar sem áhersla er á mikilvægi þess að sjá kosti, styrk og hæfileika hvers barns og veita því fjölbreytta möguleika. Fyrsta skólaárið verður unnið þróunarstarf með áherslu á nám og umhyggju yngstu barna í leikskólum. Skólastjórnendur eru Helga Björg Axelsdóttir og Svava Björg Mörk.

Leikskólinn verður staðsettur á Smyrlahrauni, við hliðina á Bjarkarhúsinu og rétt hjá leikskólanum Arnarbergi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk takk

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 16:20

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Til hamingju  

þetta með Þórey systir já - ég talað við mömmu áðan og hún er í öngum sínum að dóttir hennar ýki svona mikið  þetta voru víst 2 dagar í mesta lagi - skammast ég mín ógurlega - en eitthvað hefur fjöðurin stækkað í mínu minni í gegnum tíðina og orðið að hænu

Sigríður Guðnadóttir, 21.4.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband