Viðhorf

Fékk svo skemmtilegan póst um daginn sem ég ætla að deila með ykkur.

Vera smá Pollyanna þessa dagana.

pollyanna-poster3

Viðhorf

Kona ein vaknaði að morgni,

leit í spegilinn,

og sá að hún var aðeins með þrjú hár á höfðinu.

Jæja" hugsaði hún, ætli ég hafi ekki hárið greitt aftur í dag.'

Sem hún og gerði og átti fínan dag.


Næsta dag vaknaði hún,

leit í spegilinn

og sá að hún var aðeins með tvö hár á höfðinu. 
                                                                               
'H-M-M,' hugsaði hún,

'Ætli ég skipti ekki bara í miðju í dag.'

Sem hún og gerði og átti frábæran dag.



Næsta dag vaknaði hún,

leit í spegilinn og sá

að það var aðeins eitt hár á höfðinu.

'Jæja,' sagði hún, ætli ég verði ekki með

hárið í tagli í dag.'

Sem hún og gerði og átti skemmtilegan dag.



Næsta dag vaknar hún,

lítur í spegilinn og sér

að það var ekki stingandi strá á höfðinu.

'YAY!' hrópaði hún.

'Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af hárgreiðslu í dag!'


Allt snýst þetta um viðhorf.


Lífið snýst ekki um að bíða eftir að storminn lægi...
það snýst um að dansa í rigningunni
.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð.

Þetta er virkilega jákvæð saga sem þið á höfuðborgarsvæðinu eruð að setja inná bloggið núna. Það er nú samt blessun í lífi mínu að hafa lubba.

Hlakka til að sjá þegar þú telur upp blessanir í lífi þínu.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.11.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Sá að það er verið að gefa aftur út "Pollyönnu" þessa einu og sönnu eftir Porter fyrir jólin....vel við hæfi.

Sigríður Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Pollyanna kemur sterk inn núna hjá íslendingum. Jólagjöfin í ár

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 20:54

4 identicon

Ég hef ávallt verið þeirra skoðunar að Pollyönnu-heilkenni séu hættuleg, sérstaklega fyrir konur! Vægt til orða tekið einkennir þetta margar meðvirkar konur sem þjást alla ævi vegna þess að þær reyna að sópa hlutunum undir teppið. Þess vegna eru tvær tegundir af konum í ævintýrum þ.e. nornin/drottningin sem er sterk kona og prinsessa/lítil stúlka sem oftast er fórnalamb eða svoooooo þæg að á endanum kemur Prins sem bjargar henni (enda er hún algjörlega ófær um það sjálf - háð öðrum).

Megið þið annars eiga góðan dag en að ég fagni Polly - nei!

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:03

5 identicon

haha já góð pæling svava hef aldrei pælt þannig í hlutunum

...en samt gott að vera jákvæður... =)

Karen Dögg (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband