Velgengni og vellíðan

Stillness

Velgegni er langhlaup las ég í bókinni um geðorðin 10 og er það svo sannarlega rétt. Hve oft ætlar maður ekki að finna skyndilausnir til að redda málunum en það er bara ekki að virka.

Nokkrir góðir punktar úr bókinni Velgengni og vellíðan:

Góðir hlutir gerast hægt- skyndilausnir eru ekki vænlegar til lengri tíma.

Það er mikilvægt að gefast ekki upp þó á móti blási.

Velgengni í lífinu næst með því að taka á mótlætinu og leyfa því að þroska sig.

Flæktu ekki líf þitt að óþörfu

Mikilvægt er að þekkja hvaða flækjur valda streitu og vanlíðan og forðast þær.

Áhyggjur yfir því ókomna hjálpa ekki nema síður sé.

Gott er að þjálfa sig í því að útiloka neikvæð áhrif frá umhverfinu.

Góðir punktar sem vert er að skoða í svokallaðri íslands kreppu

Eigið góða helgi vinir mínir nær og fjær

 

 


Bloggfærslur 27. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband