9.4.2008 | 18:55
Bílpróf
Já góðan og blessaðan daginn!
Héðan frá Glitvöllum er allt gott að frétta. Nonni "91 náði bílprófinu í gær í annari tilraun, drengurinn er auðvita snillingur eins og móðirin. Hann ætlar að aka á leyfilegum hraða og nota stefniljósið við öll tilefni. Einnig ætlar að að skutla öllum hingað og þangað og þó aðalega systur sinni á fótboltaæfingar. Ég sé fram á að það verði lítið að gera hjá foreldrunum í þeim efnum. En það er eins og að mig minni að eldri bróðir hans Emil "90 hafi líka verið með svipaðar yfirlýsingar að keyra öllum í allar áttir en áhuginn er samt eitthvað farin að dvína hjá honum. (reyndar algjörlega) Emil er í Danmörku þessa dagana hann kemur heim 18 apríl og þar sem Nonni fer í verklega bílprófið 16 apríl þá er tilvalið að hann skutlist nú eftir stóra bróður (ef hann nær prófinu).
Vel á minnst þá verður Nonni sautján ára þann 15 apríl.
Athugasemdir
hetja eins og móðir sín
Sigríður Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 19:40
já þeir eru flottir drengirnir þínir og dugleir ,og ég tala nú ekki um ef þeir fara að læra diskó á finska vísu þá eru þeim allir vegir færir
Brimrún (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.