23.5.2008 | 00:05
Gestabloggari: Hilmar Rafn Emilsson
Góðan daginn góðir hálsar. Hilmar heiti ég og fæ þann gríðarlega heiður að vera gestabloggari á þessari síðu þar sem Jóhanna móðir mín nennti ekki að blogga. Hún hendir einfaldlega einhverjum skítamyndum af Man utd. inn og vonar svo að fólk skoði síðuna sem er ekki líklegt þar sem ekkert spennandi er hér að finna. Nú breytist það og mun ég setja inn pistla öðru hvoru þegar síðan er orðinn leiðinlegri en gömul kona í kvörtunardeild Hagkaupa.
Pistill minn að þessu sinni beinist að Júróvisíon. Í þessum töluðu orðum sit ég heima í sófa og horfi á þessa úrkynjun. Ég hef greinilega ekkert og þá meina ég EKKERT annað að gera. Öll lögin og þar á meðal það íslenska eru svo lél.......
NEEEEIIIIIIIII, Ísland var að komast áfram!!!!! Vá glætan, ísland hefur ekki sent svona glatað lag síðan Selma hélt í víking fyrir 9 árum með verst samda lag sem samið hefur verið í farteskinu og gerði líka svona glimrandi hluti, ekki það að önnur íslensk lög hafi verið góð. Við höfum aðeins sent þrjú góð lög í keppnina þessi 22 ár sem við höfum tekið þátt, Nínu, Sókrates og Eitt lag enn. Önnur lög hafa verið vægast sagt slök. Þetta er samt nokkuð týpískt, lélegu lögunum gengur alltaf vel. Ég held að Eitt lag enn sé eina undantekningin, lenti í 4. sæti að mig minnir en undantekningin sannar regluna. Kannski var það viljandi gert að senda svona lélegt lag í keppnina, því hlýtur að ganga vel.
Ekki misskilja mig og halda að öllum lögum sem gangi illa séu góð. Þau eru lang flest léleg líka, munurinn er samt sá það er til nokkuð sem heitir Júróvisíon-lélegt og Júróvisíon-gott. Munurinn verður ekki skýrður hér enda færi mikill tími og flóknar útskýringar í það. En þau sárafáu sem eitthvað varið er í lenda oftar en ekki í neðstu sætunum og teljast þau Júróvisíon-léleg
Í ár er eitt gott lag í keppninni og það kemur frá Frökkum. Það ber af og það er enginn Júróvisíonbragur á því, það er kannski þess vegna sem það er gott. Ég hlakka til að sjá það lenda í neðsta sæti af þeim sökum og þá get ég haldið áfram að drulla yfir keppnina og alla þá sem koma nálægt henni.
Athugasemdir
Haha ég held að þú ættir bara að sleppa því að horfa á Júróvísion, skipta frekar yfir á stöð2sport eða eitthvað. En mér fannst aðallega asnalegt hvað þetta voru miklir dillirassar þarna og strákarnir sem voru fastir í glerkössunum. Þetta var bara ótrúlega hallærislegt. Áfram Ísland, classa lag þar á ferð. hahah
Ravenhild (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 12:27
Hilmar minn þú kemur sterkur inn sem gestabloggari, mamma þín er þvílíkt búin að röfla við mig að ég sé ekki nógu aktív á mínu bloggi, JE RIGTH! En bíddu við, nú veit ég, ég ræð þig í gestahlutverk, ef þetta ætlar að dragst óeðlilega hjá mér, en common hvar er þjóðarstoltið drengur, ekki óttast leyfðu tilfinngunum að brjótast út og ekki vera bældur, ég veit þú getur það, Hilmar koma svo segðu það! ÁFRAM ÍSLAND!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 24.5.2008 kl. 00:30
heheheh ég get alveg verið sammála með flest sem þú segir ! en það er samt alveg ótrúlega fyndið að það kemur samt uppí mér þjóðarstoltið þegar ég horfi á júróvision ! sammála með Frakka lagið mér finnst það alveg frábært og kemst örugglega ekkert áfram samt. - þó ég sé ekkert geðveikt hrifin af Íslenska laginu þá fannst mér þau standa sig vel ! Áfram Ísland
Sigríður Guðnadóttir, 24.5.2008 kl. 01:13
öss hilmar ég trúi essu ekki upp á þig, go júróvision, það er svo gaman svo mikið fjör, elska fjör og stemingu en ekki þó fótbolta (sorry frændi =)
en go ísland þetta er geggjað hjá þeim mar =)
Karen Dögg frænka (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 14:51
Ég verð að segja og þar er ég sammála Hills að íslenska lagið er hrútleiðinlegt. Leiðinda skallapopp af beikustu gerð. Ég fæ smá kjánahroll þegar ég er að hlusta á þetta. Ég mæli með að næst sendum við Eivör fyrir íslandshönd með eitthvað þjóðlegt og grípandi lag. Eitthvað sem minnir okkur á fjöllin, jöklanna og eldgosin. Reyndar held ég að alvöru tónlistarfólk taki ekki þátt í svona skallapopparakeppnum. En allavega sendum lag sem lifir í nokkur ár en ekki í nokkra klukkutíma.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 24.5.2008 kl. 15:43
Ja hérna Hilmar finst þér ekki gaman af evroveisjon????ég hélt með Finnum því mér fanst það lag svo flott þræl rokkað,en svo maður tali nú um rúv þá er nú ekki svo merkilegt í því um helgar ,þess vegna förum við afi þinn að dansa aðra hverja helgi því það er gaman
Brimrún (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 23:45
Kæra Hanna mín. Ég vill minna ykkur á að Eivör er föroysk þannig að nei, bíðum þar til færeyjar geta tekið þátt
Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.