Síðasti fyrirlesturinn

Það er til æfing fyrir fyrirlesara sem kallast "síðasti fyrirlesturinn". Þá á maður að ímynda sér að fyrirlesturinn sem maður er að fara að flytja sé síðasti fyrirlesturinn og hvað myndi maður þá segja?

Randy Pausch stóð frammi fyrir þessu sem raunverulegu vandamál. Hann var háskólaprófessor sem greindist með krabbamein. Honum var tjáð að það væri búið að breiða það mikið úr sér að ekkert væri hægt að gera og hann ætti 3-6 mánuði eftir ólifaða.

Þannig að hann setti saman síðasta fyrirlesturinn sinn, sem er ansi magnaður fyrirlestur. Ég mæli eindregið með því að þið horfið á hann. Hann á ekki hvað síst erindi til kennara. Fyrirlesturinn er rúmlega klukkutíma langur þannig að ef þið náið ekki að horfa á hann allan í einu, leggið á minnið hvar þið hættið (horfið á mínútuteljarann) til að geta byrjað á sama stað næst.

Fyrirlesturinn kemur hér:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband