7.8.2008 | 20:39
Úthlíð
Um versunarmannahelgina fórum við Elsa í okkar fyrstu útilegu saman. Ég hafði farið í gamla daga þegar ég var ung og óreynd en Elsa hefur aldrei farið í svona ferð. Kitta var stórlega hneyksluð á okkur foreldrunum að hafa aldrei farið með börnin í útilegu að hún hreinlega skipaði mér út í þetta Elsu vegna ekki seinna vænna þar sem hún era ð detta inn í unglingsárin. Mér var skipað að keyra með hótelherbergið í eftirdragi, ég var sem sagt karlinn í ferðinni. En karlinn stóð sig nú ekki vel nema fyrir einstaka aksturhæfileika. Hann var ekki með á nótunum þegar átti að setja upp gistinguna þá hreinlega stóð hann á gati en var duglegur að dáðst af dugnaði konunar. Með svona líka fína gula gúmmíhanska og A4 blað með útprentuðum leiðbeiningum sem húsbóndin hennar Summi var búin að útbúa handa okkur svo ekkert færi úrskeiðis. Sko ef að liður númer 4 er gerður áður en liður númer 3 er gerður þá getur byggingin hreinlega hrunið (Fyrir mér var þetta eins og hver önnur latína). Ég ákvað að vera ekkert að setja mig í að skilja þetta því þá yrði ég sett í viðeigandi verkefni. Veðrið var svo himnekst að ég ákvað að sitja í sólbaði og bíða eftir að höllin risi upp. Elsa mín var voðalega spennt yfir þessu öllu. Mér sýndist á henni að þetta hafi verið meiri lífsreynsla fyrir hana heldur en Afríkuferðin sem hún fór í fyrr í sumar.Þegar Kitta hafði stritað um stund leit hún á mig að spurði mig um leið og hún setti gerfiblómið á tjaldborðið hvort þetta væri ekki stórkostlegt. Þegar ég leit á tjaldið og borðstofusettið með fallega gula blóminu á fannst mér þetta jú frekar huggó. Sagði samt að þau þyrftu nú að fjárfesta í stærra borð, en það sannaði mál mitt seinna um kvöldið þegar ég var að skera grillkjötið og það steyptist yfir mig með tilheyrandi fitu og sósu að það er bara allt of lítið. En það skemmtilega við að vera í svona útilegu það er að fá gesti. Hún Anna skvísa Þorsteinsdóttir kom og Kitta bauð henni eins og góður gestgjafi gistingu sem hún þáði. Við skelltum okkur á tónleika með KK og var það alveg til að toppa útilegustemminguna.
Já já maður er alltaf að bæta í reynslubúnkann í lífinu. Áfram gleðilegt sumar allir.ELsa með leibeiningarnar hans Summa
Elsa og Beggi hjá Geysir
Geysir að gjósa
Þarna eru gulu gúmmihanskarnir og svo klittir í Kittu þarna á bakvið
Athugasemdir
Hörku skemmtilegt. Hvar voru tónleikarnir og ég sveitalubbinn spyr hvar er Úthlíð?
Ætli sé fjör hjá Bryndísi okkar?
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.8.2008 kl. 22:31
Úthlíð er 10 km frá Laugarvatni. Við fengum smá mórall að hafa ekki farið í Kotið þannig að til að losa við samviskuverkin kíktum við á laugardeginum og stoppuðum í 18 min. Hittum nokkra vini og það var auðvita nice.Í þessu töluðu orðum er Bryndís mjög líklega að tala Amerísku og það líka með hreim. Hún hélt að hjónin amerísku ættu bara að vera í 4 daga eða þegar mótið stæði yfir en frétti síðar (eftir að þau fluttu inn á hana)að þau yrðu sko mikið lengur. Hún er smá stressuð út af þessu því henni finnst þau frekar ólík henni og er hrædd um að hún geti ekki haft almennilega ofan af fyrir þeim. En þessi elska er úrræðagóð með eindæmum og reddaði þessu. Málið er að hún heyrði talað um það að það væru nokkuð af færeyjngum á leið til landsins núna um helgina og vantaði gistingu. Hún bauðst til að tala allt liðið til sín og hýsa það. Sagði það það væri nóg gólfpláss út um alla íbúð og það lægi bara á dýnum út um allt. Sko no problem. Með þessu heldur hún að hún sé að fría sig á Missisippi hjónunum því hún heldur að um helgina verði hún búin að klára alla enskuna sem hún kann og þá taka þeir færeysku við. Hún er dásamlega órræðagóð þessi elska. Bestu kveðjur frá Hafnarfirði
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 7.8.2008 kl. 23:25
Ég elska ykkur stelpur, er búin að rugla smá en ég er ekki miskilin, annars er það bara skemmtun fyrir hjónin að bulla smá ,svo er ég aðeins búin að hrista upp í þeim, comon over girls!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 7.8.2008 kl. 23:59
Sælar stelpur.
Hér er fjör. Var að lesa athugasemdina frá Hönnu Rúnu og fannst eins og Bryndís væri að njósna um okkur á meðan. Ég sá nefnilega að hún var mætt með fínu amerískunna sína.
Svaka mikið stopp á Kotmóti, heilar 18. mín.
Njótið lífsins á Suðvesturhorninu.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.8.2008 kl. 00:31
Rósa það er málið .. bryndís var örugglega að njósna um okkur. Hún er eins og engill, always there whaching over us.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 8.8.2008 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.