bankakreppabankakreppa

Gamla fólkið á elliheimili úti á landi var orðið afar þrúgað og meðtekið af efnahagsbölsýnisíbyljunni í fjölmiðlunum.
Forstöðukonan hafði sverar áhyggjur af þessu.
Í morgun var leikfimi á heimilinu. Forstöðukonan bað íþróttafræðinginn að vera nú heldur á léttu nótunum og
fyrir alla muni ekki minnast á efnahagsmál eða þrengingar.Þetta væri alveg að fara með gamla fólkið.
Íþróttafræðingurinn sagði það ekki nema sjálfsagt.
Svona hóf hann tímann:
"Kæru vinir! Í dag byrjum við á mjög léttri æfingu.
Við réttum hendur út frá hliðunum, beygjum olnbogana og bönkum flötum lófum létt á bringuna,
síðan réttum við úr höndunum og kreppum snöggt hnefana og endurtökum allt aftur og aftur,"
og svo hrópaði hann: "Koma svo! Banka - kreppa, banka - kreppa, banka - kreppa......!"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Fyndin ertu.  

Beygja saman, beygja kreppa o.s.frv.

Guð veri með þér og þínum

Góða helgi

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband