Lokum hálendinu

Hvenær ætlar fólk að hætta æða svona í brjáluðu veðri. Var ekki búið að spá slæmu veðri en samt fer fólk af stað. Það ætti að banna aðgang að hálendinu og sekta þá sem fara ekki eftir fyrimælum. Svo lenda hundruðir manna í því að leita í oft erfiðum skilyrðum og setja sjálfa sig jafnvel í lífshættu. Einnig finnst mér að það ætti að setja lög um að þeir sem stunda veiði á hálendinu mættu ekki vera einir á ferðinni. Náttúran er ekki til að leika sér að, hún er einfaldlega stórhættuleg. En gott að þessir menn fundust heilir á húfi, það skiptir mestu í þessu öllu. Björgunarsveitirnar eiga heiður skilið en og aftur. Lokum hálendinu á vissum árstíðum.


mbl.is Fundust heilir á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Humm..... ég horfi nú á Skarðsheiðina blessaða út um stofugluggann þá getur þetta varla verið á Hálendinu! Skarðsheiðin sést vel frá Sundabrautinni og er hún milli Akrafjalls og Esjunnar. Skarsheiðin er því landfræðilega ALLS EKKI Á HÁLENDINU:)

Tóta (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Þetta er alveg rétt hjá þér auðvita á forsjá ríkisins að vera algjör, ég sá til dæmis keyrt á gamla konu á Laugaveginum áðan, hún slasaðist töluvert, það á náttúrlega að loka Laugaveginum fyrir jólin. Svo er það áfengis verslanirnar hvað verða ekki margir feðurnir blind fullir á aðfangadagskvöld, það átti auðvitað að loka þeim vikum fyrir jól..

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 21.12.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

í þessu tilfelli hefði ekki þurft að kalla út hundruði manna til að leita að konunni.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 21.12.2008 kl. 13:12

4 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Nei það er sko rétt, Jóhanna, en hvað komu margir tugir að aðhlynningu hennar, Nei! það eiga allir að vera heima hjá sér, og of við þurfum að far út fyrir hússins dyr þá þarf að sækja um leyfi. Styðjum  forræðishyggjuna. !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 21.12.2008 kl. 13:27

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Hanna Rúna

Ég sé að þú ert búin að fá herramann í heimsókn sem snýr út úr öllu fyrir þér. Þessi ágæti herramaður veit að það getur kviknað í heima og þar gerast alltof mörg slys.

Það er óþolandi þegar fólk er að æða uppá fjöll þegar veðurspá er mjög slæm.

Passaðu þig á Úlfunum, Ljónunum og öðrum vargdýrum á Laugarveginum.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.12.2008 kl. 13:43

6 identicon

Hálendi Íslands er miklu hættulegra og varasamra en menn gera sér grein fyrir sama hvort um Skarðsheiðina eða Kjöl sé að ræða.. Og í fréttinni stendur að annar maðurinn hafi orðið of þreyttur til að halda áfram göngunni.. Það er algjör glannaskapur þegar tveir menn verða viðskila á landi þar sem allra veðra er von.... Ekki eru gangnamannaskálarnir á hverju horni á hálendinu

Björgunarsveitirnar eiga auðvitað hrós skilið fyrir allt það óeigingjarna starf sem þær hafa unnið

Iðunn (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 13:48

7 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já fara varlega og ekki æða út í blinbyl og brjálæði,

loka laugarveginum fyndin, ekki hægt að líkja þessu tvennu saman!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 21.12.2008 kl. 14:12

8 identicon

Tölfræðilega er hættulegast að leggjast í rúmið því þar deyja flestir - þvílíkt bull að stinga upp á að skerða frelsi fólks á þennann hátt!!!

Sigurður Ásgeirsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 15:48

9 Smámynd: Idda Odds

Allar rannsóknir sýna að um 90% slysa verða vegna aðgæsluleysis þess sem í lendir. Hvers vegna að gera greinarmun á því hvar það gersit. Annaðhvort björgum við fólki eða leyfum því að drepast. Hvað með sjómenn sem róa í tvísynu veðri. Það eru mörg dæmi um það. Eigum við að láta þá drukkna? Spurningin er þessi. Eigum við að hjálpa fólki í nauð eða ekki? Þið gefið svarið "Ef ég met það þannig að þessir vitleysingjar hefðu mátt vita betur þá er svarið nei" Ég vona bara að þið eigið aldrei eftir að lenda í neyð og að hjálpræði ykkar verði komið undir imbum sem hugsa eins og þið. Maður sofnar útfrá síkarettu og það kveiknar í. Eigum við að neita að slökkva eldinn? Það eru venjulega tugir slökkvuliðsmanna kallaðir út. Held að þið ættuð að hugsa þetta upp á nýtt. Þar fyrir utan vitið þið ekkert um aðstæður þessara manna.

Held ég sleppi því að kaupa rakettur þetta árið enda er um 60% af þeim sem bjargað er á fjöllum björgunarsveitarmenn.

kv.

Idda

Idda Odds, 22.12.2008 kl. 01:11

10 identicon

Til Iddu Odds:

Geturðu bent mér á hvar þú fannst þessa tölfræði, að 60% þeirra sem bjargað er á fjöllum séu björgunarsveitarmenn?  Þetta kemur mér verulega á óvart og hef ég þó verið björgunarsveitarmaður í 17 ár. 

En sé þetta rétt hjá þér get ég toppað þig með enn meira sláandi tölum.  Tæplega 100% þeirra sem bjargað er úr sjávarháska eru sjómenn.  Þeir geta sjálfum sér um kennt.  Samkvæmt þinni kenningu er réttast að kaupa enga flugelda, þeir fara bara í að bjarga mönnum sem áttu að vita betur!

Ég leyfi mér, Idda Odds, að taka setningu úr þínu kommenti og senda hana aftur heim til þín:

"Eigum við að hjálpa fólki í nauð eða ekki? Þið gefið svarið "Ef ég met það þannig að þessir vitleysingjar hefðu mátt vita betur þá er svarið nei" Ég vona bara að þið eigið aldrei eftir að lenda í neyð og að hjálpræði ykkar verði komið undir imbum sem hugsa eins og þið".

Semsagt: ekki kaupa flugelda vegna þess að sumir þeirra sem bjargað er áttu að vita betur.  Frábær niðurstaða.

Með jólakveðju og í einlægri von um að allir lifi í öryggi;

Gunnar Kr. Björgvinsson

Gunnar Björgvinsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 14:22

11 identicon

Vá þetta er alveg komið út í vitleysu elskum friðinn um jólin =)

auðvitað á að bjarga fólki enginn að tala um það halló!!

en málið er að fólk anar oft í stórhættulegar aðstæður og hlusta ekki á spár og það er alvarlegt mál, það þarf bara að fræða fólk betur eða e-ð , bara loka heiðinni. haha hafa dyraverði við heiðina =)

nei í alvöru ég skil þig hanna... =) þetta fólk er líka að stofna öðrum í hættu, þá sem þurfa að leita en auðvitað er fólk ekkert að reyna það (að ég vona) það gerir sér ekki grein fyrir því og það er málið sko...

jæja gleðileg jól =)

Karen Dögg (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 14:39

12 identicon

Ég verð að taka undir orð Gunnars Björgvinssonar.

Mér finnst harla ólíklegt að "60% af þeim sem bjargað er á fjöllum björgunarsveitarmenn".

Ég er nefnilega líka í björgunarsveit, var á Skarðsheiðinni og í ótal fleiri útköllum til fjalla og get fullyrt að hlutfall björgunarsveitarmanna af þeim sem bjargað er á fjöllum er minna en hlutfall björgunarsveitarmanna af þjóðinni.

Skiptir þar líklega mestu sú reynsla og þekking sem starfið færir fólki.

Það má líka benda á að yfirleitt vantar upplýsingar í fréttir af útköllum um tildrög þess að einhver er í nauðum. Ég hef lært það með tímanum að gera aldrei ráð fyrir neinu, því þegar maður fær svo söguna eftirá gerir maður sér oft grein fyrir því að ein lítil mistök hafa orðið til þess að ánægjuleg ferð breyttist í tómt vesen.

Ég segi þó ekki að það sé algilt og hvet í framhaldi af því fólk til að afla sér reynslu áður en það fer á fjöll.

En þar sem fullyrðingar Iddu standast engan vegin vona ég að fólk sjái sér eftir sem áður fært að styðja við sjálfboðaliðastarf björgunarsveitanna um áramótin. Án þess stuðnings geta sveitirnar ekki starfað og ég efast um að meira að segja Idda vilji ættingjum sínum það að enginn sé til staðar þegar þeir þurfa á hjálp að halda. 

Elín Esther (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 16:12

13 identicon

Já, ég er sammála þér Karen.  Þetta er komið út í vitleysu.

Ég vona að fólk lesi mitt komment hér að ofan með skilningi.  Annars vegar er ég að biðja Iddu um tölfræðilegar upplýsingar um björgun björgunarsveitarmanna á fjöllum sem hún virðist hafa aðgang að en ekki ég (n.b. ég gleymdi að taka fram hvert hún á að senda upplýsingarnar, vinsamlega sendist á lambi@tv.is) Hins vegar er ég (með lélegri kaldhæðni) að benda á spurninguna sem hún spyr - Eigum við að hjálpa fólki í nauð eða ekki? - og svarið sem hún gefur í lokin - að hún vill ekki styrkja björgunarsveitir til að hjálpa fólki í nauð vegna þess að skv tölfræði hennar er alltaf verið að bjarga björgunarsveitarmönnum.

Já, þessi umræða er komin út í vitleysu.

Rétt er að taka það fram að við búum á Íslandi.  Langflestir þeir sem stunda eða starfa við útivist fara vel búnir til fjalla (eða til sjós) og hegða sér af skynsemi.  Samt geta komið upp óvænt atvik, óhöpp eða veikindi sem verða til að raska ferðaplönum.  Veður geta jafnvel breyst fyrr - eða seinna - en spár gerðu ráð fyrir. Eins og Elín Esther segir þá segja fréttamiðlarnir oftast aðeins hluta sögunnar, þ.e. björgunina, en ekki endilega aðdraganda neyðarástandsins.

Einnig eru dæmi um fólk sem fer til vanbúið af stað, ætlar sér um of eða kynnir sér ekki aðstæður áður en hleypt er af stað. Ef allt leikur í lyndi heyrum við ekki af ferðum þessa fólks.  En oftar en ekki kemst það í fréttirnar.....

Í mínu 17 ára starfi sem björgunarsveitarmaður hefur aldrei verið spurt spurninga þegar kallið kemur.  Öll mannslíf eru þess virði að bjarga þeim, sama hvort viðkomandi var vel undirbúinn eða illa.

Við rukkum ekki fyrir björgunina.  Ástæðan er einföld, við viljum ekki að fólk hiki við að hringja í okkur af fjárhagslegum ástæðum.  Við viljum að fólk hringi í okkur ÁÐUR EN ÞAÐ ER ORÐIÐ OF SEINT.

Gunnar Björgvinsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 17:02

14 identicon

Tæknin að stíða mér... seinasta klausan fór ekki öll í gegn, átti að vera:

Við rukkum ekki fyrir björgunina.  Ástæðan er einföld, við viljum ekki að fólk hiki við að hringja í okkur af fjárhagslegum ástæðum.  Við viljum að fólk hringi í okkur ÁÐUR EN ÞAÐ ER ORÐIÐ OF SEINT!  Þjónusta okkar er fyrirframgreidd af þeim sem taka þátt í fjáröflunum okkar með því að kaupa flugelda, neyðarkallinn eða standa við bakið á okkur með styrkjum.  Það er þetta sem gefur okkur kraft og fyrir það erum við þakklát.

Enn og aftur, gleðilega hátíð,

Gunnar Kr. Björgvinsson

Gunnar Björgvinsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 17:11

15 identicon

heyr heyr Gunnar menn eins og þú eru hetjur =)

áfram björgunarsveitin

og gleðileg jólin =)

Karen Dögg (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband