Móses

Þetta minnir á söguna um Móses í biblíunni.

ClayDetailMoses

Fæðing Móse og æska

1Maður nokkur af ætt Leví fór og tók sér eiginkonu af sömu ætt. 2Konan varð þunguð og eignaðist son. Þegar hún sá hve efnilegur hann var faldi hún hann í þrjá mánuði. 3Þegar hún gat ekki leynt honum lengur fékk hún sér körfu úr sefi handa honum. Hún þétti hana með biki og tjöru, lagði drenginn í hana og setti körfuna út í sefið við árbakkann. 4En systir hans stóð þar álengdar til að fylgjast með hvað um hann yrði.
5Þá gekk dóttir faraós niður að ánni til að baða sig en þjónustustúlkur hennar gengu eftir árbakkanum. Hún kom auga á körfuna í sefinu og sendi þjónustustúlku sína eftir henni.

6Þegar hún opnaði körfuna sá hún grátandi dreng í henni.Hún vorkenndi honum og sagði: „Þetta er einn af hebresku drengjunum.“ 7Þá spurði systir hans dóttur faraós: „Á ég að fara og kalla á hebreska brjóstmóður fyrir þig?“ 8Dóttir faraós svaraði: „Já, gerðu það.“ Stúlkan fór og kallaði á móður drengsins.

9Dóttir faraós sagði við hana: „Farðu með þennan dreng og hafðu hann á brjósti fyrir mig og ég skal launa þér það.“ Konan fór með drenginn og hafði hann á brjósti. 10Þegar drengurinn stálpaðist fór hún með hann til dóttur faraós sem tók hann í sonar stað.

Hún gaf honum nafnið Móse og sagði: „Því að ég dró hann upp úr vatninu.“

Önnur Mósebók 2 kafli.

 


mbl.is Ungabarn fannst í runna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband