Gat það verið!

Hey! við duttum út úr keppninni, en það skiptir engu liðið okkar átti sætustu stelpuna.... jibbý.      Var þetta ekki fótboltamót?  Eiga konur bara heima í fegurarsamkeppnum, eða  eiga þær ekki að spila fótbolta, eða eiga þær ekki æfa fótbolta ef þær eru ekki nógu fallegar. Hvaða bull er hér í gangi? Ég segi bara oj bara. Með þessu er verið að gera lítið úr kvennaboltanum, það er ekki fótboltinn sem skiptir máli heldur útlit leikmanna. Gaman hefði verið að heyra hver var besti leikmaður eða eitthvað svoleiðis....

36_sporty_girl_kicking_a_soccer_ball


mbl.is Guðrún fallegust á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er orðin nett pirruð á þessu!!! þetta eru engir helvíts fordómar!!! Þetta var bara til gamans gert og ég er viss um að Guðrúnu Sóleyju, sem er mjög myndarleg stelpa, finnst ekki neitt nema gaman að fá þennan titil!!! Fótboltinn skiptir víst máli! helduru að 30 % þjóðarinnar þar af 15% karlmenn hafi horft á leikina hjá stelpunum bara til þess að sá brjóstin á þeim skoppa, NEI! ég ög allir í minni fjölskyldu fylgdumst með þessum leikjum, til þess að horfa á íslenska stálið spila, og við vorum stolt af því að sjá þessar stelpur standa uppi fyrir þessum frábæru (þegar ég meina frábærum er ég að tala um varðandi fótbolta!) stelpum spila skemmtilegann fótbolta!!!  Eins og ég segi ég er orðin nett pirruð á þessu!!!!!!

Þetta eru ekki fordómar!!! (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:04

2 identicon

Jahérna..... man ekki eftir því að fólk hafi æst sig eftir EM karla. Þá voru blöðin stútfull af könnunum um fegursta karlinn í boltanum.  Á hverju ári er líka birt niðurstaða úr netkosningu um fallegasta karlinn í ensku úrvalsdeildinni, svo ekki sé nú talað um úrslitakeppni á HM karla.  Var það sem sagt í lagi en þetta ekki?

Sigurður (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Marilyn

Ef þú lest fréttina betur sérðu að könnunin  var gerð af einu dagblaði í Finnlandi ekki af mótinu/mótshöldurum sjálfum.

Þetta hefur tíðkast í kallaboltanum líka, kynþokkafyllsti fótboltamaðurinn hefur t.d. verið valinn í einhverjum fjölmiðlum auk þess sem ég hef oft heyrt kynsystur mínar ræða læri og kynþokka ákveðinna fótboltamanna. Ekki snúa öllu svona upp í eitthvað kynjamisrétti og gera heiminum upp skoðanir á borð við "konur eru bara til að horfa á".

Marilyn, 8.9.2009 kl. 13:09

4 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

ok kanski er ég að miskilja fótboltann, hélt hann snérist um annað en útlitið. Mér finnst þetta rangt og útúrsnúningur.

Hey rosalega spilar hún flottan fótbolta, en mikið er hún ófríð.....

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 8.9.2009 kl. 13:13

5 Smámynd: Karl Löve

Varðandi fótbolta hliðina á þessu þá finnst mér Hólmfríður best. Hörð, ákveðin, leikin og gefur ekki tommu eftir. Dáist að konunni. 

Margrét Lára olli mér miklum vonbrigðum því þau fáu tækifæri sem hún fékk nýtti hún illa. Sérstaklega var pirrandi að sjá hana klúðra vítinu á móti linu löppunum Frökkum.

Karl Löve, 8.9.2009 kl. 14:08

6 identicon

Já það er rétt konur eiga heima í fegurðakeppnum en ekki fótboltakeppnum

Traustin Trausta (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:10

7 identicon

Þú vilt sem sagt banna blöðum að gera kannanir án þess að fá leyfi hjá þér fyrst eða hvað?

Óli (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:46

8 identicon

Man einmitt eftir síðasta EM karla þá voru blöðin hér á Íslandi með kvenkyns álitsgjafa sem gáfu sitt álit á fallegustu knattspyrnumönnunum, flottustu búningunum og ljótustu búningunum á mótinu. Þetta er vel þekkt úti líka, ensku götublöðin og tímaritin eru mjög dugleg við þetta. Þannig að þetta er ekkert bara bundið við kvennaboltann. Það hinsvegar virðist allt verða vitlaust meðal kvenna þegar svona er gert á meðan karlarnir æsa sig minna yfir fegurðardómum kynbræðra sinna.

Krummi (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:50

9 identicon

http://www.ibeatyou.com/competition/302592/sexiest-soccer-player-of-the-euro-cup-2008

Oddur (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 16:00

10 identicon

Afhverju ertu eiginlega að segja að þetta sé að ,,gera lítið úr kvennaboltanum'' ? Afhverju talaru ekki um fótbolta í heild ? Þetta er svo dæmigert af feminisma að það hálfa væri nóg, að gera asna úr mýflugu. Þú kvartar yfir einhverju sem skiptir nákvæmlega engu máli. Ég ætla að efast það stórlega að þú hefðir skrifað samsvarandi póst ef þetta væri gert í fótboltanum, þar sem þú hefur ekki gert það hingað til ÖLL þau skipti sem það hefur verið gert. Enda hefuru eflaust ekki haft neitt á móti því.

,,Hey rosalega spilar hún flottan fótbolta, en mikið er hún ófríð.....'' 

Heldur betur hefur maður heyrt þetta oft í karlaboltanum líka, eitthvað sem hefur fylgt Ronaldinho allan ferilinn...

Jóhann (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 16:43

11 identicon

Djöfull er ég sammála þér Jóhann ........ Og Jóhanna Hugsaðu hvað þú ert að blogga um......

ÓSKAR MARTEINN (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 17:38

12 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

misjafnar skoðanir

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 8.9.2009 kl. 17:49

13 identicon

þú ert bara að nöldra og að reyna að seigja að fótbolti kvenna fari eftir því hvort þær séu fríðar eða ekki út af þessari kosningu er bara BULL. KK leikmenn eru alltaf dæmdir ljótir sem sætir og kvk leikmenn líka en það hefur ekkert að gera með fótbolta. Fólk í handbolt, körfubolta og íþróttamenn/konur á ólympíuleikonum voru líka sett í eitthverja svona dóma og það mun bara alltaf vera því fólk hefur útlit og útlit verður alltaf dæmt að öllum í kringum þau.... íþróttum eða kvikmyndum eða eitthverju öðru t.d á þínum vinnustað líklegast líka...

Kristinn (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 22:47

14 identicon

Þetta er alveg eins í karla-fótboltanum Ítalir verða oftast fyrir valinu eftir stórmót í fótbolta yfir kynþokkafyllstu leikmann mótsins, og ég man eftir að samkynhneigðir völdu á sínum tíma Luis Figo sem flottasta karlinn, annars er þetta allt til gamans gert.

Karl (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 23:09

15 identicon

cannavaroÞeim hneyksluðu til sárabótar og vonandi einhverrar upplyftingar er hér mynd af þeim karlmanni sem ég held að hafi einna oftast orðið fyrir valinu sem flottasti karlinn í boltanum.

Hann heitir Fabio Cannavaro og hefur löngum verið fyrirliði Ítala.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband