Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
29.10.2008 | 20:25
Mitt lið að komast í gang
Fimm leikir í Englandi, beinar lýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2008 | 16:49
Lítil þjóð með stórt hjarta
Færeyingar vilja lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.10.2008 | 20:03
1975
Fimm sannanir fyrir því að nú er árið 1975:
1. Við eigum í stríði við Breta
2. Það eru gjaldeyrishöft
3. Það ríkir óðaverðbólga
4. Vinsælustu lögin eru með ABBA og Villa Vill
5. Forsætisráðherran heitir Geir og er Sjálfstæðismaður
Viðræðum við Breta lokið í bili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.10.2008 | 17:47
Útskýring á mannamáli
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.
KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.
FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.
NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.
SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.
HEFÐBUNDINN KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein
SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.
BANDARÍSKA FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.
ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR ( sumsé Íslendingar)
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.
FRANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.
JAPANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, Kúmann', sem nær miklum vinsældum um allan heim.
ÞÝSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og mjólka sig sjálfar.
ÍTALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.
RÚSSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.
SVISSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.
KÍNVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins og hún er í raun og veru.
INDVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.
BRESKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki
ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.
NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.
ÍRASKT FYRIRTÆKI
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2008 | 20:20
núna skil ég
Frábært. Borða allt hvað sem er, en bara borða hægt. Þetta eru góðar fréttir. Heyr fyrir því. Auka kílóin burt.
Hér er líka önnur aðferð sem er ekki síðri
Offita tengd hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2008 | 22:37
litla mús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2008 | 22:16
Nokkrar gamlar / fl myndir í albúmi
Hanna Rúna og Emil Hörður. Þessi er nú tekin fyrir þó nokkruð mörgum árum. 13 júlí 1985.
Elsa Jóhanna tekið árið 2000
Kannast einhver við þessa?
Nonni minn í Geiradalnum á yngri árum (líkur stelpunni fyrir ofan) Þetta er tekið líklega sumarið "96
Elsa Jóhanna með tígó. Mynd: Bryndís Eva
Hilmar Rafn á Pollamóti í Eyjum "94
Hér eru þeir bræður Hjörtur Gísli "59 og Gísli Már "58
Nonni "91 og Emmi "90. Jafn langt á milli þeirra í aldri og bræðra minna Hjartar og Gísla. Ekki heldur ólíkir frændum sínum í útliti.
Ég á Róló með Siggu frænku og Jórunni
Frændsystkin: Guðni Hannesar, Hanna Rúna, Sigga Ása og Steina Birna
Bloggar | Breytt 20.10.2008 kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.10.2008 | 16:11
Skátar eða lögreglumenn
Það er fyrir löngu tími til komin að ísl þjóðin fari að taka starfi löggæslumanna alvarlega. Þetta er ekki öfundsvert starf og oft á tímum lífshættulegt. Af hverju eru lögreglumenn hér á landi ekki vopnaðir eins annarstaðar ? Ef þeir bæru vopn á sér þá held ég að síður kæmi fyrir að þeim sé lúskrað. Ekki erum við saklausari en aðrar þjóðir oh nei hér úir og grúir allskonar fólki sem ber enga virðingu fyrir lögum né reglum og gefur hreinlega skít í kerfið. Förum að líta á lögreglumenn með virðingu og þakklæti og hættum að horfa á þá sem skáta í suvivorleik.
Fólskuleg árás á lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.10.2008 | 16:34
bankakreppabankakreppa
Forstöðukonan hafði sverar áhyggjur af þessu.
Í morgun var leikfimi á heimilinu. Forstöðukonan bað íþróttafræðinginn að vera nú heldur á léttu nótunum og
fyrir alla muni ekki minnast á efnahagsmál eða þrengingar.Þetta væri alveg að fara með gamla fólkið.
Íþróttafræðingurinn sagði það ekki nema sjálfsagt.
Svona hóf hann tímann:
"Kæru vinir! Í dag byrjum við á mjög léttri æfingu.
Við réttum hendur út frá hliðunum, beygjum olnbogana og bönkum flötum lófum létt á bringuna,
síðan réttum við úr höndunum og kreppum snöggt hnefana og endurtökum allt aftur og aftur,"
og svo hrópaði hann: "Koma svo! Banka - kreppa, banka - kreppa, banka - kreppa......!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)