Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
11.7.2008 | 12:35
Enn einn sigur Hauka
Haukar unnu Stjörnuna í Garðabær í gær fimmtud 10 júlí og endaði leikurinn 5-4. Frábær og skemmtilegur leikur einn sá besti í sumar. Gaman að fara á leik þar sem 9 mörk eru skoruð og allt á fullu í 90 mín. Stuðningsmenn Hauka voru á sínum stað allt trommuliðið mætti með Hörpu M í farabroddi. Eins og staðan er í dag eru Haukar komnir í 3 sæti deildarinnar. Ekki slæmt það :) Umfjöllun leiksins á fotbolti.net:
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=63898
Nokkar myndir frá stuðningsliði Hauka
Nonni með Hörpu M í loftinu
Mikil stemming hjá trommuliðinu
Nonni stjórnar taktinum
Hrafnhildur og Tinna með Nonna sín
Flottir
Áfram Haukar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2008 | 10:02
Fallegir vestfirðir
Í Geiradalnum
Guðbjörg Hrönn frænka og Elsa Jóhanna
Ferðafélagar fyrir utan Garpsdalskirkju í Gilsfirði. En þar í kirkjugarðinum hvíla meðal annars Hallferður og Kristrún foreldrar Emils afa.
Frænkurnar Elsa Jóhanna og Gunnþórunn Sara
Ótrúlega fallegt á vestfjörðum. Hvítir sandar, hrikaleg fjöll, mikið fuglalíf og endalausir firðir. Á Látrabjargi sá ég uppáhaldsfuglinn minn í mikilli nálægð. Hann nánast sat á öxlinni á mér.
Einstaklega skemmtilega flottur fugl Lundinn of kallaður prófasturinn
legið á maganum til að sjá niður Látrabjarg enda mjög hátt niður
Krían að skammast
Hér er bærinn Uppsalir þar sem Gísli bóndi bjó
Eldhúsglugginn
Fjárhúsin á Uppsölum. Hann vildi ekki nota fjárhúsin sem stóðu við hliðina á bænum því þau tilheyrðu bróður hans sem var þá dáinn. Gísli hefur verið sérvitur en stálheiðarlegur og góður maður.
Hefði verið freistandi að nota þessi fjárhús, en þeir bræður höfðu ekki verið búnir að semja um húsin áður en sá eldri dó, svo Gísli var ekkert að flækja málin og gekk í sín hús þangað til hann yfir lauk.
Ef ég flyt á vestrirðina þá yrði það hér á þessum stað sem ég myndi búa á Bíldudal. Mjög fallegur staður og alltaf gott veður (svo er sagt)
Bíldudalur
Horft út um gluggann á Hrafnseyri, en þar fæddist Jón forseti og bjó þar til 18 ára aldurs.
Hrafnseyri
Dynjandi
Auðkúla í Arnarfirði. Hér fæddis Gísli afi.
Súðavík.
Minnigarlundur sem tileinkaður þeim sem fórust í snjóflóðinu í Súðavík 16. janúar 1995
Mosi á klettavegg
Mæðgurnar innst í Kaldalóni. Drangajökull í baksýn
Elsa Jóhanna Emilsdóttir
Bloggar | Breytt 9.7.2008 kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2008 | 00:14
Sumarfrí
Komin í tveggja vikna sumarfrí. Ekki slæmt.
Um helgina er það Vestfjarðarhringurinn. Tökum 3-4 daga í túrinn. Aldrei komið á þessar slóðir og finnst mér komin tími til að skoða staðinn. Ætla taka mikið af myndum, vona að verðið haldist eins og spáin segir til um.
Hér er kort af leiðinni sem við keyrum um helgina:
http://www.nat.is/veidi/islvf1a600.htm
Góða helgi öll og hafið það gott.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.7.2008 | 22:15
Haukar komnir í 8 liða úrslit í bikarnum

Haukar unnu í kvöld HK 1-0 í mjög jöfnum leik. Alltaf gaman að vinna úrvalsdeildarlið :) Fljótlega verður dregið um hverjir mætast í næstu leikjum og verður spennandi að sjá hverjir mæta Haukunum. Í fyrra komust þeir í 4 liða úrslit sem er mjög góð frammistaða og verður frábært ef það verður þannig núna þetta sumarið, svo ég tali nú ekki um ef við kæmumst bara alla leið.
Enn alla vega
Áfram Haukar !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2008 | 00:01
Síðasti fyrirlesturinn
Randy Pausch stóð frammi fyrir þessu sem raunverulegu vandamál. Hann var háskólaprófessor sem greindist með krabbamein. Honum var tjáð að það væri búið að breiða það mikið úr sér að ekkert væri hægt að gera og hann ætti 3-6 mánuði eftir ólifaða.
Þannig að hann setti saman síðasta fyrirlesturinn sinn, sem er ansi magnaður fyrirlestur. Ég mæli eindregið með því að þið horfið á hann. Hann á ekki hvað síst erindi til kennara. Fyrirlesturinn er rúmlega klukkutíma langur þannig að ef þið náið ekki að horfa á hann allan í einu, leggið á minnið hvar þið hættið (horfið á mínútuteljarann) til að geta byrjað á sama stað næst.
Fyrirlesturinn kemur hér:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)