Björk að missa sig

haha... Björk  ætlar líka að redda íslenku efnahagslífi með því að opna kaffisölu á hálendinu og sjávarréttastaði sem bjóða upp á þangsúpu.... þannig nýtum við auðlindir þjóðarinnar og málið reddast. (þetta er ekki alveg svona auðvelt )Hún gefur skít í álver. Austfirðingar þakka sínu sæla í dag fyrir að hafa byggt álverið á Reyðarfirði í þessari ömurlegu bankakreppu. 

Kosning er á næsta leyti um stækkun Alcoa í Hafnarfirði, en 25% íbúa verður að skrifa á lista um að sú kosning verði að veruleika. þ.e.a.s um 4000 manns og sá listi er örugglega orðin fullur. Ég er þakklát fyrir að við fáum annan séns hér í þessu bæjarfélagi og ég er sannfærð um að kosið verði um stækkun. ( þar sem Hafnarfjarðarbær á varla ofaní né á). Við erum búin að missa af einum og hálfum milljarði nú þegar út af þessari fáránlegu niðurstöðu síðustu kosninga. Svo ég hvet alla að hætta þessari vitleysu og hugsa raunhæft.

Áfram Hafnarfjörður og Alcoa


mbl.is Björk vill að Ísland gangi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband