Björk að missa sig

haha... Björk  ætlar líka að redda íslenku efnahagslífi með því að opna kaffisölu á hálendinu og sjávarréttastaði sem bjóða upp á þangsúpu.... þannig nýtum við auðlindir þjóðarinnar og málið reddast. (þetta er ekki alveg svona auðvelt )Hún gefur skít í álver. Austfirðingar þakka sínu sæla í dag fyrir að hafa byggt álverið á Reyðarfirði í þessari ömurlegu bankakreppu. 

Kosning er á næsta leyti um stækkun Alcoa í Hafnarfirði, en 25% íbúa verður að skrifa á lista um að sú kosning verði að veruleika. þ.e.a.s um 4000 manns og sá listi er örugglega orðin fullur. Ég er þakklát fyrir að við fáum annan séns hér í þessu bæjarfélagi og ég er sannfærð um að kosið verði um stækkun. ( þar sem Hafnarfjarðarbær á varla ofaní né á). Við erum búin að missa af einum og hálfum milljarði nú þegar út af þessari fáránlegu niðurstöðu síðustu kosninga. Svo ég hvet alla að hætta þessari vitleysu og hugsa raunhæft.

Áfram Hafnarfjörður og Alcoa


mbl.is Björk vill að Ísland gangi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heirru heirru alveg róleg =) hehe i love you baby en við þurfum enginn álver. þarf að bera virðingu fyrir náttúru Guðs og við þurfum að hugsa lengra (börn barna okkar og svo fr...)

áfram Björk

haha love you hanna kiss

Karen Dögg (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Björk er að koma af stað góðri hugmynd.  Þú ættir að flytja til útlanda í svona 1 ár, þá myndirðu sjá landið í sínu rétta ljósi og kunna að meta það.  Álver eru fín í hófi, en að álverja allt landið, þá getum við nú pakkað saman.  Spáðu í þessu!

Kolbrún Jónsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:51

3 identicon

Sammála þér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:08

4 identicon

Sem Hafnfirðingur grátsé ég eftir stækkun álversins, það hefði verið fínt að fá auka milljarð á ári sem rennur beint til bæjarins. Hvað gera þessi álver annars sem er svona slæmt? Þó svo að það verði til stöðuvatn uppi á hálendi þar sem enginn býr, það er allavega fullt af fólki að fá vinnu, það er nú ekki eins og þessi álver mengi meira en aðrar verksmiðjur og allar uppfylla þær ströng skilyrði stjórnvalda um mengun og losun eiturefna í andrúmsloftið. Svo það er ekki eins og lungun á okkur fyllist af eitri við að fá annað álver. Það er bara í tísku í dag að vera á móti álverum, því þetta hefur ekki það mikil áhrif á umhverfið að fólk hlaupi til handa og fóta þegar það er svo mikið sem minnst á álver.

Það er sagt að atvinnuleysi á íslandi eigi að fara upp í 7% á næstunni. Þetta snýst um að fólk hafi vinnu og hafi þak yfir höfuðið og mat á borðum fyrir börnin sín. Sama er mér hvort að það er gert með álverum eða sölu á þangsúpu á hálendinu, ef 1000 manns geta unnið við það er það fínt. Á meðan það er ekki fræðilegur möguleiki, þá skulum við gefa álverinu séns

Hilmar (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 15:24

5 identicon

Sammála síðasta ræðumanni...

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband