Hvað sögðu heimspekingar til forna um hlátur?

 Skemmtileg pæling sem ég fann á vísindavefnum um hlátur

Hugmyndir fornra heimspekinga um hlátur og það hvað er hlægilegt eru okkur að sumu leyti býsna framandi. Hlátur var gjarnan talinn til marks um taumleysi og skort á sjálfstjórn. Glaðværð og góð skemmtun þóttu í góðu lagi en hlátrasköll þóttu síður viðeigandi. Hér þarf að rata meðalveginn en um það segir Aristóteles: „Nú teljast þeir vera auvirðilegir trúðar sem eru yfirgengilegir í fyndni sinni, sem þyljast um í fyndni sinni, vilja frekar vekja hlátur en tala eins og sæmir og forðast sárindi.“ (Siðfræði Níkomakkosar  Fyndninni má því bersýnilega ofgera en á hinn bóginn „[teljast] hinir sem hvorki segja neitt fyndið né unna öðrum fyndninnar ruddalegir afglapar. „[þ]eir þykja hins vegar hnyttnir sem eru smekklega fyndnir“ 
 


Bloggfærslur 15. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband