Einingakubbar í stærðfræði og leik

einingakibbar
 

Í upphafi skólaársins langar mig að auglýsa bókina okkar Svövu Mörk, sem kom út í október 2007. Bókin byggir á lokaritgerð okkar til B.Ed prófs í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri og fjallar um hvernig leikurinn nýtist sem námsleið og hvað felst í námi ungra barna. Einnig komum við inn á hlutverk kennarans og hvaða áhrif hann hefur á nám barnsins. Við fjöllum um einingakubba sem hannaðir voru af Caroline Pratt en hún var bandarískur uppeldisfrömuður og hafði einstaklega mikinn áhuga á skoða hvernig börn gætu lært í gegnum leikinn. Einnig gerum við grein fyrir sýn fræðimannsins John Dewey á menntun barna og hlutverk kennarans. Við komum líka inn á hvernig efla megi stærðfræðinám barna með því að nota einingakubba í grunnskólum. Bókin heitir  Einingakubbar í stærðfræði og leik Sendið okkur póst ef þið viljið panta bók: hannaruna@internet.is    valey@simnet.is    Verð 2.500 kr


Bloggfærslur 23. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband