Hvað ætli búi margir á Íslandi?

Svona til gamans þá læt ég þetta flakka

Þann 1. desember 2007 er áætlað að á Íslandi hafi búið 312.872, en þegar þetta er skrifað (í upphafi árs 2008) liggja endanlegar tölur fyrir árið 2007 ekki fyrir. Íslendingum hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum árum en árið 2007 dró úr fjölguninni. Þann 1. desember 2006 bjuggu alls 307.261 manns á Íslandi en á sama tíma árið áður voru landsmenn 299.404. Hægt er að nálgast nýjustu tölur um fólksfjölda á Íslandi á vef Hagstofu Íslands.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu 195.970 eða 62,6% landsmanna þann 1. desember 2007. Þeir skiptust á eftirfarandi hátt á milli sveitarfélaga:

Sveitarfélag

Fjöldi íbúaHlutfall af öllum
landsmönnum
Reykjavík117.72137,6%
Kópavogur28.5619,1%
Hafnarfjörður24.8397,9%
Garðabær9.9133,2%
Mosfellsbær8.1472,6%
Seltjarnarnes4.4281,4%
Sveitarfélagið Álftanes2.3610,8%
Samtals195.97062,6%

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband