28.4.2008 | 11:30
Einingakubbar í stærðfræði og leik
Mig langar að nota tækifærið hér og auglýsa bókina okkar Svövu Mörk sem kom út í október 2007. Bókin byggir á lokaritgerð okkar til B.Ed prófs í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri og fjallar um hvernig leikurinn nýtist sem námsleið og hvað felst í námi ungra barna. Einnig komum við inn á hlutverk kennarans og hvaða áhrif hann hefur á nám barnsins. Við fjöllum um einingakubba sem hannaðir voru af Caroline Pratt en hún var bandarískur uppeldisfrömuður og hafði einstaklega mikinn áhuga á skoða hvernig börn gætu lært í gegnum leikinn. Einnig gerum við grein fyrir sýn fræðimannsins John Dewey á menntun barna og hlutverk kennarans. Við komum líka inn á hvernig efla megi stærðfræðinám barna með því að nota einingakubba í grunnskólum. Bókin heitir Einingakubbar í stærðfræði og leik Sendið okkur póst ef þið viljið panta bók: hannaruna@internet.is valey@simnet.is Verð 2.500 kr |
Athugasemdir
jiiiiiii.....
Hilmar (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:06
Hæhæ Hanna mín :)
Rosalega er þetta glæsileg síða .. greinilega mjög virk!
Frábært framtak með bókina, væri til í að skoða þetta nánar, er reyndar fátækur námsmaður sem segir það að ég á EKKI Pening 28apríl :P En til hamingju með hana!!
Vonandi sé ég þig á föstud.
God bless!!
Tinnzý
Tinna Björt "frænka" (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:59
Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 08:31
Langar að segja aftur til hamingju með bókina, er þetta ekki bara byrjun á glæstum rithöfundarferli
! lovjú longtime!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 30.4.2008 kl. 12:49
Þetta er örugglega fyrsta bókin af 100...
kemur allt í ljós.. er tildæmis með ljóðabók í maganum (nei ég segi nú svona)
love you to longtime sweety
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 30.4.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.