Ekkert nýtt

Er þetta ekki alltaf svona? Muna bara að vera ekki búin að bóka sig eitthvað áríðandi t.d  í flug erlendis dagana eftir þjóðhátíð. Ég var í Eyjum fyrir nokkrum árum og líður það seinnt úr minni því ég var föst þar í viku. Fyrst var það verkfall hjá Herjólfi og þegar það leystist þá tók þokan við. Ekki laust við að maður hafi verið komin með innilokunarkennd. En þetta er kanski partur af því að fara til Eyja.... kemst ég heim í tæka tíð eða ????


mbl.is Flug hafið milli lands og Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Þetta hefur hent mig svo oft þegar ég hef verið í Vestmannaeyjum. Man ekki öll skiptin en stundum var ég að fara af hjörunum.

Guð blessi þig og þína

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.8.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Ég hef lent í því að komast ekki til eyja vegna þoku, ætlaði í dagsferð með erlenda gesti, en mér er nokk sama að bíða smá með heimferð, ef ég þarf ekki að gera eitthv nauðsó, held ég flytji bara til eyja! I LOVE IT!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 4.8.2008 kl. 15:35

3 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

já svona er þetta maður dæmir allt út frá sjálfum sér ;)

Rósa er ekki spurning að bjóða okkur bryndísi í heimsókn norður í eina dagsferð, við verðum nú ekki fastar þar fyrir veðri.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 4.8.2008 kl. 15:45

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Búkolla mín.

Hef líka oft verið út í Vestmannaeyjum í dásamlegu veðri og góðum fíling. Veit ekki hversu oft ég hf heimsótt Vestmannaeyjar. í fyrsta skipti þegar ég var 5 ára. þá fórum við fjölskyldan öll með gamla Herjólfi frá Reykjavík. Við urðum öll sjóveik. Ætluðum með strandferðarskipi heim til Vopnafjarðar en sem betur fer fengum við leigða litla flugvél og komust heim án gubbs og ullabjak.

Búkolla, Vestmannaeyjar er flottar og fólkið þar líka.

Því miður komst ég ekki til Vestmannaeyja fyrir viku síðan í brúðkaup en lifi í voninni að koma þangað aftur og aftur.

Guð blessi Búkollu og alla ábúendur þar.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.8.2008 kl. 15:46

5 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

you go girl

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 4.8.2008 kl. 16:31

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Hanna Rúna.

Sé að innlegg frá þér hefur komið á sama tíma og ég skrifaði Búkollu.  Endilega komið þið í heimsókn en þið verðið nú að gefa ykkur betri tíma en eina dagsferð því það er langt að keyra hingað. Tvö hundruð og fjörutíu kílómetrar frá Akureyri og hingað. Man ekki hvað ég er lengi að keyra Reykjavík-Akureyri. Minnir 5-6 klst. og 3 klst. hingað.

HJARTANLEGA VELKOMNAR OG HAFIÐ GÓÐA SKAPIÐ MEÐFERÐIS.

Guð geymi þig

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.8.2008 kl. 16:40

7 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Halló Vopnafjörður here we come!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 4.8.2008 kl. 17:27

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

WHEN?

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.8.2008 kl. 17:39

9 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

soon

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 4.8.2008 kl. 17:53

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Let me know when you are coming so I can by something to eat. (og mokað út flórinn)

By now.

Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.8.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband