Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Hvílíkt krútt. Hlusta vel


Ungbarnaleikskólinn Bjarmi

Set hér inn auglýsingu fyrir alla leikskólakennara og þá sem hafa brennandi áhuga á að starfa með börnum.

Leikskólinn Bjarmi í Hafnarfirði auglýsir laus til umsóknar störf leikskólakennara. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 1. ágúst 2008.Leikskólinn Bjarmi er nýr leikskóli sem rekinn er með þjónustusamningi við Hafnarfjarðarbæ. Leikskólinn er ungbarnaleikskóli fyrir börn á aldrinum 9 - 18 mánaða og mun hefja rekstur þann 1. ágúst 2008. Starfað er samkvæmt starfsaðferðum Reggio Emilia og munu 24 börn dvelja í leikskólanum. Fyrsta skólaárið verður unnið þróunarstarf með áherslu á nám og umhyggju yngstu barna í leikskólum. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 21. apríl 2008. Hægt er að sækja um störfin á heimasíðu skólans http://www.leikskolinn.is/bjarmi  Einnig er hægt að senda umsókn ásamt starfsferilsskrá á netfangið bjargir@gmail.com Nánari upplýsingar veita Helga Björg í síma 690 2709 og Svava Björg í síma 695 3089 

babys_angels_004.sized


Hvað ætli búi margir á Íslandi?

Svona til gamans þá læt ég þetta flakka

Þann 1. desember 2007 er áætlað að á Íslandi hafi búið 312.872, en þegar þetta er skrifað (í upphafi árs 2008) liggja endanlegar tölur fyrir árið 2007 ekki fyrir. Íslendingum hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum árum en árið 2007 dró úr fjölguninni. Þann 1. desember 2006 bjuggu alls 307.261 manns á Íslandi en á sama tíma árið áður voru landsmenn 299.404. Hægt er að nálgast nýjustu tölur um fólksfjölda á Íslandi á vef Hagstofu Íslands.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu 195.970 eða 62,6% landsmanna þann 1. desember 2007. Þeir skiptust á eftirfarandi hátt á milli sveitarfélaga:

Sveitarfélag

Fjöldi íbúaHlutfall af öllum
landsmönnum
Reykjavík117.72137,6%
Kópavogur28.5619,1%
Hafnarfjörður24.8397,9%
Garðabær9.9133,2%
Mosfellsbær8.1472,6%
Seltjarnarnes4.4281,4%
Sveitarfélagið Álftanes2.3610,8%
Samtals195.97062,6%

hahahaha uppáhaldsvideoið mitt í dag. Discokennsla á finnsku


Bílpróf

Já góðan og blessaðan daginn!

Héðan frá Glitvöllum er allt gott að frétta. Nonni "91 náði bílprófinu í gær í annari tilraun, drengurinn er auðvita snillingur eins og móðirin. Hann ætlar að aka á leyfilegum hraða og nota stefniljósið við öll tilefni. Einnig ætlar að að skutla öllum hingað og þangað og þó aðalega systur sinni á fótboltaæfingar. Ég sé fram á að það verði lítið að gera hjá foreldrunum í þeim efnum. En það er eins og að mig minni að eldri bróðir hans Emil "90 hafi líka verið með svipaðar yfirlýsingar að keyra öllum í allar áttir en áhuginn er samt eitthvað farin að dvína hjá honum. (reyndar algjörlega) Emil er í Danmörku þessa dagana hann kemur heim 18 apríl og þar sem Nonni fer í verklega bílprófið 16 apríl þá er tilvalið að hann skutlist nú eftir stóra bróður (ef hann nær prófinu).

Vel á minnst þá verður Nonni sautján ára þann 15 apríl.

 

"Sorry, ég svaf hjá systur þinni"

P4030072

Nokkar myndir úr leikritinu "Sorry ég svaf hjá systur þinni"

eP4030054

Hér er Emil ... en það var ekki hann sem svaf hjá systurinni

 

P4030068

Þetta er sökudólgurinn... já já hann nonni litli.... hummmmm

P4030063

P4030075

eP4030059 P4030057

 P4030067 P4030086

 

 

 

 

 


Svínadalur

 P4050132

Part of the team...... say cheesssss

 

Tounge Elsku Hafdís (sumarbústaðareigandi) Berglind flugfreyja, Bryndís sæta, Sigga með flottu ..........innilega takk fyrir frábæra helgi í Svínadalnum. Mikið var gaman hjá okkur þrátt fyrir 2 klukkutíma svefn á sólarhring. við sofum bara seinna. Er haggi?

Endilega skoða myndir frá helginni á síðunni hennar Siggu Guðna.(sjá bloggvinir)

Þangað til næst. Bless

P4050109

 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband