Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
27.5.2008 | 12:20
Smá torfæruferð um helgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 00:05
Gestabloggari: Hilmar Rafn Emilsson
Góðan daginn góðir hálsar. Hilmar heiti ég og fæ þann gríðarlega heiður að vera gestabloggari á þessari síðu þar sem Jóhanna móðir mín nennti ekki að blogga. Hún hendir einfaldlega einhverjum skítamyndum af Man utd. inn og vonar svo að fólk skoði síðuna sem er ekki líklegt þar sem ekkert spennandi er hér að finna. Nú breytist það og mun ég setja inn pistla öðru hvoru þegar síðan er orðinn leiðinlegri en gömul kona í kvörtunardeild Hagkaupa.
Pistill minn að þessu sinni beinist að Júróvisíon. Í þessum töluðu orðum sit ég heima í sófa og horfi á þessa úrkynjun. Ég hef greinilega ekkert og þá meina ég EKKERT annað að gera. Öll lögin og þar á meðal það íslenska eru svo lél.......
NEEEEIIIIIIIII, Ísland var að komast áfram!!!!! Vá glætan, ísland hefur ekki sent svona glatað lag síðan Selma hélt í víking fyrir 9 árum með verst samda lag sem samið hefur verið í farteskinu og gerði líka svona glimrandi hluti, ekki það að önnur íslensk lög hafi verið góð. Við höfum aðeins sent þrjú góð lög í keppnina þessi 22 ár sem við höfum tekið þátt, Nínu, Sókrates og Eitt lag enn. Önnur lög hafa verið vægast sagt slök. Þetta er samt nokkuð týpískt, lélegu lögunum gengur alltaf vel. Ég held að Eitt lag enn sé eina undantekningin, lenti í 4. sæti að mig minnir en undantekningin sannar regluna. Kannski var það viljandi gert að senda svona lélegt lag í keppnina, því hlýtur að ganga vel.
Ekki misskilja mig og halda að öllum lögum sem gangi illa séu góð. Þau eru lang flest léleg líka, munurinn er samt sá það er til nokkuð sem heitir Júróvisíon-lélegt og Júróvisíon-gott. Munurinn verður ekki skýrður hér enda færi mikill tími og flóknar útskýringar í það. En þau sárafáu sem eitthvað varið er í lenda oftar en ekki í neðstu sætunum og teljast þau Júróvisíon-léleg
Í ár er eitt gott lag í keppninni og það kemur frá Frökkum. Það ber af og það er enginn Júróvisíonbragur á því, það er kannski þess vegna sem það er gott. Ég hlakka til að sjá það lenda í neðsta sæti af þeim sökum og þá get ég haldið áfram að drulla yfir keppnina og alla þá sem koma nálægt henni.
Bloggar | Breytt 25.5.2008 kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.5.2008 | 23:53
Mitt val í Evró2008
Kveðja Hanna Rúna
Bloggar | Breytt 23.5.2008 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 00:25
Manchester United Evrópumeistarar 2008
Bloggar | Breytt 23.5.2008 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2008 | 00:06
Amma Bryndís
Mikið er hún Bryndís vinkona mín orðin rík. Líka mjög skrýtið að hún sé orðin amma. ( æi það gerir mig svo gamla )
Hér er hún með litla ljósið sitt, stelpuna hennar Tinnu Bjartar og Ottó. Innilega til hamingju allir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2008 | 13:25
Austfirðir
Vel heppnuð ferð á austurlandið þrátt fyrir að Haukar hafi bara fengið eitt stig í pottinn. (voru heppnir því því þeir voru frekar slappir í leiknum)
Hilmar Rafn Emilsson leikmaður númer 8 og dómarinn flautar til leiks
Hilli þreyttur eftir leik
Hilli og Tolli frændi
Elsa Jóhanna að skoða fuglasafnið á Borgarfirði Eystra
ásamt frændsystkinum sínum Tolla og Heklu Rán
18 maí og enn snjór á Norðfirði
Halli bró að undirbúa stórveislu
Flott útsýni ( þarna bakvið Emil Hörð ) frá húsinu hans Halla.
Mjög gaman að keyra á þessum stað Hauganes en þar við ströndina er eitt mesta fuglalíf á Íslandi.
Bloggar | Breytt 17.6.2008 kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 23:01
Stöðvarfjörður um helgina
Við Emil Hörður og Elsa ætlum að leggja land undir fót um helgina og kíkja á austfirðina. Alltaf gaman að fara þangað enda mjög fallegt á þessum slóðum. Gistum hjá Halla bró sem býr á Stöðvarfirði og kíkjum örugglega á Önnu Fíu sem er þessa dagana stödd á Eglistöðum eða þar í næsta nágrenni.
Á sunnudaginn er síðan leikur sem verður á Norðfirði
Haukar- Fjarðarbyggð kl 14.00
Góða helgi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2008 | 13:21
Nýir ættingar Anna Bryndís og Stefnir
Anna Bryndís Ágústsdóttir (20 apríl 2008) og Elsa Jóhanna
Við Emil að æfa okkur fyrir ömmu og afahlutverkið.
Systkinin Páll Arnar og Anna Bryndís svo sæt
Hér er hann Stefnir Styrmirson (6 maí 2008) Svo fallegur alveg eins og Dóra Hrönn stóra systir sem varð fjögurra ára 7 maí.
Til Hamingju Guðgjörg, Ágúst, Fríða Hrönn og Styrmir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2008 | 12:46
Hringvegurinn júli 2007
Elsa við Goðafoss við Skálfanda
Emil, Freddi og Elsa skelltu sér í sund úti í náttúrunni og hér sért í búningsklefann
Sigling á Lagafljóti ausur á Héraði
Hanna Rúna, Elsa Jóhanna og Kristín Björg
Pabbi og Elsa Jóhanna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 17:25
3 dagar í atburðinn
Allir á völlinn.
Verð að minna á leikinn sem er á mánudaginn 12 maí kl 17.00
Haukar mæta Víking Ólafsvík á Ásvöllum kl 17.00.
Mjög spennt ... Væri mikið til í að Haukar myndu næla sér strax í upphafi tímabilsins í 3 stig.
Góða langa helgi.
Bloggar | Breytt 10.5.2008 kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)