Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
27.9.2008 | 14:03
Velgengni og vellíðan
Velgegni er langhlaup las ég í bókinni um geðorðin 10 og er það svo sannarlega rétt. Hve oft ætlar maður ekki að finna skyndilausnir til að redda málunum en það er bara ekki að virka.
Nokkrir góðir punktar úr bókinni Velgengni og vellíðan:
Góðir hlutir gerast hægt- skyndilausnir eru ekki vænlegar til lengri tíma.
Það er mikilvægt að gefast ekki upp þó á móti blási.
Velgengni í lífinu næst með því að taka á mótlætinu og leyfa því að þroska sig.
Flæktu ekki líf þitt að óþörfu
Mikilvægt er að þekkja hvaða flækjur valda streitu og vanlíðan og forðast þær.
Áhyggjur yfir því ókomna hjálpa ekki nema síður sé.
Gott er að þjálfa sig í því að útiloka neikvæð áhrif frá umhverfinu.
Góðir punktar sem vert er að skoða í svokallaðri íslands kreppu
Eigið góða helgi vinir mínir nær og fjær
Bloggar | Breytt 29.9.2008 kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.9.2008 | 19:15
Benidorm here I come
Hingað í næstu viku.
Spáin ekki góð þessa vikuna á Benidorm. Það á að rigna allavega fram á sunnudag sem þýðir að það verður búið að stytta upp þegar ég mæti á svæðið. Skvísurnar Mamma og Kolla fara á fimmtud. og verða búnar að vera í viku þegar ég kem. Allavega verður þetta kærkomið frí enda búið að vera nóg að gera undanfarið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.9.2008 | 12:38
árg. "62 og síðasti leikurinn
Í dag er síðasti leikur í fyrstu deild Hauka í sumar. Mæta þeir Stjörnunni á Ásvöllum. Haukar unnu þá í fyrsta leiknum 5-4 og var það einn skemmtilegasti leikur sem ég hef séð í sumar. Mér að nokkuð sama hvernig leikurinn fer því Haukar eru ekki að falla eða fara upp. Ef Stjarnan vinnur þá er ég sátt því ég vil frekar að komist upp úr deildinni heldur en Selfoss. Það er betra að fara á leik næsta sumar upp á Skaga heldur en að þurfa fara til Eyja. En að því tilefni ætla ég að skella mér í endurfundapartý. Árgangur "62 er að hittast í dag en við eigum 30 ára afmæli. Ég ætla fara og votta þeim samúð í leiðinni út af ÍA. Ætli þetta verði ekki hálfgerð erfisdrykkja !! Á morgun ætla ég að knúsa snúllu sem er þrítug, en það er hún Kristín Linda litla frænka. Góða helgi !!
Stöðutaflan í 1 deild. síðasti leikur Hauka er í dag kl 16.00 við Stjörnuna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
1. ÍBV | 21 | 16 | 2 | 3 | 42 - 14 | +28 | 50 |
2. Stjarnan | 21 | 13 | 5 | 3 | 42 - 21 | +21 | 44 |
3. Selfoss | 21 | 13 | 4 | 4 | 51 - 35 | +16 | 43 |
4. KA | 21 | 8 | 5 | 8 | 30 - 27 | +3 | 29 |
5. Haukar | 21 | 8 | 4 | 9 | 35 - 37 | -2 | 28 |
6. Víkingur R. | 21 | 7 | 5 | 9 | 30 - 30 | 0 | 26 |
7. Þór | 21 | 7 | 4 | 10 | 30 - 39 | -9 | 25 |
8. Fjarðabyggð | 21 | 5 | 9 | 7 | 31 - 35 | -4 | 24 |
9. Víkingur Ó. | 21 | 5 | 9 | 7 | 19 - 28 | -9 | 24 |
10. Leiknir R. | 21 | 6 | 5 | 10 | 27 - 39 | -12 | 23 |
11. Njarðvík | 21 | 3 | 7 | 11 | 23 - 41 | -18 | 16 |
12. KS/Leiftur | 21 | 1 | 9 | 11 | 16 - 30 | -14 | 12 |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2008 | 22:14
já já
Vonandi taka Framarar þetta... Fimleikafélag Hafnarfjarðar er ekki að fara vinna titilinn. Staðan 3- 0 fyrir Fram og 30 min eftir...
Fram vann stórsigur á FH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 15:38
Mál að linni
Hvað er málið? þegar svona ömurlegar fréttir koma þá skal það yfirleitt erlendir menn sem valda þessu. ( allavega undafarið ) Ég er ekki að segja að við íslendingar séum saklaus, langt því frá. Það er sko nóg af þeim sem valda usla og nóg að gera hjá lögreglununni í þeim efnum, þess vegna er óþarfi að bæta við ofbeldis og morðóðum einstaklingum inn í landið. Er ég ein um að finnast það eða?Hvað er hægt að gera til stöðva þetta ofbeldi, eða alla vega minnkað það? Ég er ekki rasisti en halló ég sé það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Ég held að við íslendingar séum að missa tökin á öllu þessu í sambandið við innflytjandamál. það er allt of mikið af einstaklingum sem læða sér inn í landið sem ættu bara að vera heima hjá sér eða bak við lás og stál. Svo bitnar þetta á öllum þeim fyrirmyndar íbúum sem hafa komið til landsins í von um betri framtíð fyrir sig og fjölskyldu sína. Það þarf að herða eftirlit með þeim sem eru að koma til landsins og þannig reyna hamla því að ALLir komist hingað á nokkurs eftirlits.
Blóðug árás í Þorlákshöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.9.2008 | 10:22
Hvar endar þetta?
Þessu linnir ekki, stanslaust fellibylir og talið er að þetta munu versna á næstu árum. Heimur versnandi fer það er nokkuð ljóst. Spurning um hvernig þjóðin tæklar þetta ástand þarna í Bandaríkjunum? En þetta er út um allan heim, ef það eru ekki stormar þá eru það jarðskjálftar, snjóflóð eða flóðbylgur, þetta eru hrikalegar staðreyndir um hversu náttúran er ógnvægileg og við manneskjurnar smáar.
Áhrif Ike enn óljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2008 | 22:21
Hingað eftir nokkra daga
Nú á að skella sér í smá frí í boði mömmu. Smá pása frá vinnunni, eldavélinni, tiltektinni, verslunarleiðangri í Bónus (en það er eitt af því leiðinlegasta sem ég geri í lífinu) og fl. Ætla mér ekkert að gera í heila viku nema liggja í sólbaði og slappa af.
Hotel Bali Benidorm þar sem við gistum.
Bloggar | Breytt 13.9.2008 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2008 | 21:46
9 sept 08. Til hamingju með daginn Pabbi og afi!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2008 | 00:01
Nonni og Emmi / smá syrpa
Emmi og Nonni í fermingarveislu hjá Villa bró 1993. (myndina tók Ása frænka)
Emmi og Nonni í Geiradalnum. Tekið þegar þeir voru um 11 og 12 ára
2005 á æfingu í Fífunni
2008 Strákarnir á leið í Flensborgareitthvað
Emmi á Jarranum.
Nonni á Bensanum sem hann keypti í dag.
Bloggar | Breytt 8.9.2008 kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2008 | 16:33
Kveðjuparty
Nú er Þórey farin enn og aftur til Svíþjóðar. Við nokkrar héldum smá kveðjupartý, ekki að því að það er svo gaman að kveðja hana, nei nei þvert á móti. Hún er ótrúlega hress og sæt, breytist ekkert og er allaf jafn ungleg. Vonandi hittumst við fljótlega aftur á Íslandi eða Svíþjóð.
Nokkar myndir úr partýinu
Sigga, Anna, Þórey og Inga
Þórey, Berglind og Hafdís
Mikið talað
Sæt saman. Emil með nýju kærustuna sína hana Ragný
Bryndís með sætustu stelpurnar sínar Tinnu Björt og Karen Dögg
Þórey og Anna............... og Elsa
Fleiri myndir á síðunni hennar Bryndísar vinkonu. Endilega kíkja po.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)