Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Einingakubbar í stærðfræði og leik

bekablocks 

Mig langar að nota tækifærið hér og auglýsa bókina okkar Svövu Mörk sem kom út í október 2007. Bókin byggir á lokaritgerð okkar til B.Ed prófs í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri og fjallar um hvernig leikurinn nýtist sem námsleið og hvað felst í námi ungra barna. Einnig komum við inn á hlutverk kennarans og hvaða áhrif hann hefur á nám barnsins. Við fjöllum um einingakubba sem hannaðir voru af Caroline Pratt en hún var bandarískur uppeldisfrömuður og hafði einstaklega mikinn áhuga á skoða hvernig börn gætu lært í gegnum leikinn. Einnig gerum við grein fyrir sýn fræðimannsins John Dewey á menntun barna og hlutverk kennarans. Við komum líka inn á hvernig efla megi stærðfræðinám barna með því að nota einingakubba í grunnskólum. Bókin heitir  Einingakubbar í stærðfræði og leik Sendið okkur póst ef þið viljið panta bók: hannaruna@internet.is    valey@simnet.is    Verð 2.500 kr

 

Til hamingju með daginn

Til hamingju með afmælið elsku Halli bró


Gott sumar

dog_ears 

Veðurfræðingar á Norðurlöndunum spá því að komandi sumar verði það hlýjasta í Evrópu í 150 ár. Samkvæmt því verður veðrið á Norðurlöndunum með allra besta móti, en langtímaspár benda til þess að það verði bæði hlýrra og þurrara en í meðalári. Hlýindi á meginlandinu valda oft vætu á Íslandi. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó enn ekki hægt að slá neinu föstu um það, langtímaspár bendi ekki til þess að mikil rigning verði á Íslandi í sumar.


Svona fyrir þá sem hafa áhuga á fótbolta

Hér er hægt að sjá töflu yfir alla leikina í meistarflokk sem verður í sumar 2008

http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=16790

Áfram Haukar í Meistaraflokk

 

Tafla yfir leiki í úrvalsdeildinni

http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=16788

Áfram ÍA í úrvalsdeildinni


2 vikur í atburðinn

haukar 
Fyrsti leikurinn verður mánud 12 maí og ég er bara orðin spennt. (þarf greinilega lítið til)

Leikurinn verður háður á Ásvöllum í Hafnarfirði og er það Haukar og Víkingur Ólafsvík.

120px-ÍA-Akranes

Í úsvalsdeildinni er fyrsti leikur ÍA háður á Akranesvelli 10 maí kl 14.00 við Breiðablik.

Allir á völlinn


Berlin, framhald

P4190307

Slakað á eftir Argentinasteakhouse

P4190269

Fótboltabullur að hita upp fyrir leik

P4190318

Besta kaffi / Pizza og Ís, sem ég hef smakkað er á þessu Italska kaffihúsi í Berlin.

P4190308

P4190317

Check point / Austur og Vestur Berlin

 

 

 


Nokkar myndir frá Berlin

P4170050

ÉG og Höddi við Brandenburgarhliðið

P4190266

Þarna erum við búin að vera aðeins of lengi í Berlin

P4190260

Summi og Emil Hörður í sæluvímu

P4170038

 Fleiri myndir seinna


Já Já löngu komin tími á að rífa upp stemminguna á síðunni.


Til hamingju Svava og Helga !!

17. apríl 2008
| leikskólar07-08

Samningur um ungbarnaleikskóla
Undirritaður hefur verið þjónustusamningur á milli Hafnarfjarðarbæjar og Bjarga leikskóla ehf um leikskólastarf og rekstur ungbarnaleikskóla í Hafnarfirði sem mun heita Leikskólinn Bjarmi. Í þjónustusamningnum felst að bærinn leggur til húsnæði og rekstrarfé til að börn í Hafnarfirði geti dvalið á leikskólanum með sama tilkostnaði og í leikskólum reknum á vegum bæjarins en Bjargir leikskólar ehf annast framkvæmdina. Leikskólinn mun taka til starfa í byrjun næsta skólaárs. Eigendur Bjarga leikskóla ehf eru leikskólakennararnir Helga Björg Axelsdóttir og Svava Björk Mörk en þær starfa nú í leikskólanum Stekkjarási.

Leikskólinn Bjarmi er 24 barna leikskóli sem mun sérhæfa sig í starfi með börnum á aldrinum 9 – 18 mánaða. Skólinn mun starfa eftir starfsaðferðum Reggio Emilia þar sem áhersla er á mikilvægi þess að sjá kosti, styrk og hæfileika hvers barns og veita því fjölbreytta möguleika. Fyrsta skólaárið verður unnið þróunarstarf með áherslu á nám og umhyggju yngstu barna í leikskólum. Skólastjórnendur eru Helga Björg Axelsdóttir og Svava Björg Mörk.

Leikskólinn verður staðsettur á Smyrlahrauni, við hliðina á Bjarkarhúsinu og rétt hjá leikskólanum Arnarbergi.

 


Berlin 17, - 20 apríl

berlinImage


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband