Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
31.8.2008 | 14:59
Slepptu því að fara
Mamma Mía! þvílíkur fjöldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.8.2008 | 00:23
Til hamingju með daginn!
Uppáhalds stelpan mín á afmæli í dag 30 ágúst og er orðin 12 ára. Elsa er skemmtileg, blíðlynd og mjög góð stelpa með munninn fyrir neðan nefið. Hún má ekkert aumt sjá og hún elskar dýr þó sérstaklega hunda. Fyrir henni eru myndir um dýr sem eiga bágt bannaðar fyrir yngri en 16 ára því hún telur þær allt of sorglegar. Það má nú segja að hún veit hvað hún vill og lætur svo sannalega vita af því hún heldur að Guð hafi skapað eigendur hennar og bræður til að þjóna henni og veita henni ALLT sem henni vanhagar um. Við foreldrarnir og fleiri, reynum að gera allt til þess að lífið verði henni tóm skemmtun og sæla og að henni vanhagi ekki um neitt. Lífið er nú bara þannig að hennar mati að það á að vera skemmtilegt twentyfour-seven og ekki einn einasti dauður tími. Ég vona að það eldist seint af henni. Allt sem er gott á að gerast í gær og allt sem er skemmtilegt verður bara hreinlega að gerast akkúrat á þessari stundu, það á sko ekki að bíða eftir neinu enda engin ástæða til. Til hamingju með daginn elsku dollan mín.
jún 2008
8 ára
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.8.2008 | 15:04
Gullið eftir 4 ár í London
Til hamingju Ísland! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.8.2008 | 10:40
Einingakubbar í stærðfræði og leik
Í upphafi skólaársins langar mig að auglýsa bókina okkar Svövu Mörk, sem kom út í október 2007. Bókin byggir á lokaritgerð okkar til B.Ed prófs í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri og fjallar um hvernig leikurinn nýtist sem námsleið og hvað felst í námi ungra barna. Einnig komum við inn á hlutverk kennarans og hvaða áhrif hann hefur á nám barnsins. Við fjöllum um einingakubba sem hannaðir voru af Caroline Pratt en hún var bandarískur uppeldisfrömuður og hafði einstaklega mikinn áhuga á skoða hvernig börn gætu lært í gegnum leikinn. Einnig gerum við grein fyrir sýn fræðimannsins John Dewey á menntun barna og hlutverk kennarans. Við komum líka inn á hvernig efla megi stærðfræðinám barna með því að nota einingakubba í grunnskólum. Bókin heitir Einingakubbar í stærðfræði og leik Sendið okkur póst ef þið viljið panta bók: hannaruna@internet.is valey@simnet.is Verð 2.500 kr |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2008 | 22:06
Flutt að heiman
Tinna sæta er að flytja frá okkur. Hún ætlar að eiga heima í Borgarnesi og er hún svo heppin að hún eignast systur sem heitir Dimma sem er 1 árs. Síðan eru auðvita fullt af mannfólki á heimilinu sem á örugglega eftir að dekra við hana.
Bloggar | Breytt 22.8.2008 kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2008 | 16:29
Tinna
Ef einhver veit um gott hundavænt heimili fyrir Tinnu þá endilega hafa samband. Hægt að skrifa í athugasemd hér fyrir neðan eða senda mér póst: hannaruna@internet.is Hún er hreinræktuð og heitir tegundin American cokker spanel. Hún er bara eins árs en hún átti afmæli 13 apríl síðasl.
Hér er Tinna tæplega 4 mánaða
Tinna um 10 mánaða á leið í klippingu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.8.2008 | 15:22
Vona að Man. Utd verði bustaðir
Manchester United og Newcastle skildu jöfn, 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.8.2008 | 15:18
Enski boltinn farin að rúlla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2008 | 22:53
Tak fur sist Lilly !!
Nokkrar gamlar vinkonur Hafdís, Hanna Rúna, Þóra og Lilly.
Lilly! næst kem ég í heimsókn til þín til Boca og verð lengur en 2 daga Takk fyrir frábæra daga hér um daginn, rosalega gaman að hafa þig. Vildi þú hefðir verið lengur.
Lilly með fallegasta barnið.... og svo Tinna sæta mamman
Lillys favorit resturant: Bæjarins bestu. yea thats so good Brendis. Im telling you sister so and so
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.8.2008 | 20:54
En og aftur
Skagamenn eiga alla mína samúð. Ráðið bara Guðjón aftur, þessir tvibbar eru ekkert skárri. Lausnin hlýtur að vera önnur á þessum tapleikjum en að reka þjálfarinn. Þetta er bara lélegt lið.
Stórsigur Keflvíkinga gegn lánlausum Skagamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |